Góður hringur hjá Valdísi Þóru

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmyn/Ladies European Tour

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur var að ljúka leik á öðrum hringum á Omega Dubai Ladies Classic-mótinu, lokamóti ársins í LET-Evrópumótaröðinni, sem fram fer í Dubai.

Valdís Þóra lék hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari og er samtals á tveimur höggum yfir pari. Eins og staðan lítur núna dugar það henni ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn sem er miðaður við eitt högg yfir pari.

Valdís Þór fékk fjóra fugla og þrjá skolla á hringnum og er sem stendur í 72. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik.

Staðan á mótinu

Val­dís Þóra er ör­ugg með sæti á mótaröðinni á næsta tíma­bili en hún er í 50. sæti á styrk­leikalist­an­um. Til þess að halda keppn­is­rétt­in­um þurfa kepp­end­ur að vera á meðal 80 efstu í lok tíma­bils­ins.

Þetta er 9. LET-Evr­ópu­mótið á þessu tíma­bili hjá Val­dísi. Besti ár­ang­ur henn­ar var á síðasta móti í Kína þar sem hún endaði í þriðja sæti – en það er besti ár­ang­ur hjá ís­lensk­um kylf­ingi á einni af stóru mótaröðunum í at­vinn­u­golf­inu

mbl.is