Birgir náði sér alls ekki á strik

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sér alls ekki á strik á öðrum degi Opna Joburg-mót­sins sem fram fer í Suður-Afr­íku. Birgir lék á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari og er hann því úr leik. 

Birgir fékk níu skolla, tvo fugla og sjö pör í dag. Hann lék á 70 höggum í gær, eða einu höggi undir pari, og lýkur hann því leik á samtals sex höggum yfir pari. 

Þetta er annað mót árs­ins í Evr­ópu­mótaröðinni hjá Skaga­mann­in­um. Um síðustu helgi endaði hann í 62. sæti á ástr­alska PGA-meist­ara­mót­inu á sam­tals þrem­ur högg­um yfir pari.

mbl.is