LPGA fer til fjórtán landa 2018

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Umsvif LPGA-mótaraðarinnar í golfi, þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með keppnisrétt, halda áfram að aukast. Dagskráin fyrir 2018 hefur verið kynnt og eru 34 mót á dagskrá í fjórtán löndum. 

Þremur stórborgum hefur verið bætt við sem gestgjafar móta á næsta ári og eru tvær þeirra í Kaliforníu, Los Angeles og San Francisco. Einnig er um að ræða Sjanghæ í Kína. 

Ólafía endurnýjaði keppnisrétt sinn með góðum árangri á þessu ári. Ekki liggur fyrir hvaða mót hún kemur til með að velja sér á næsta ári. 

Í meðfylgjandi viðhengi má sjá dagskrá LPGA árið 2018 í heild sinni. 

mbl.is