Guðrún Brá gaf eftir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili komst í gegnum niðurskurð keppenda fyrir fimmta og lokahringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Staða hennar versnaði þó í dag við það að leika á 75 höggum eða á þremur yfir pari. 

Leikið er í Marokkó og að loknum lokahringnum á morgun fá 25 efstu kylfingarnir keppnisrétt á mótaröðinni á næsta ári. 60 kylfingar komust í gegnum niðurskurðinn af 106 en Guðrún er í 51.-58. sæti. 

Hringurinn í dag er hennar versti í mótinu. Hún lék fyrsta hringinn á 74 höggum en næstu tvo mjög vel á 70 höggum. Hún er samtals á höggi yfir pari og er fjórum höggum frá þeim sætum sem gefa keppnisrétt á Evrópumótaröðinni eins og staðan er núna. Með öðrum orðum þarf Guðrún á frábærum hring á morgun til að eiga möguleika. 

Með því að vera á meðal 59 efstu gæti Guðrún þó mögulega öðlast takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni á næsta ári. Henni gæti verið boðið í einhver mót fyrir að komast svo langt í úrtökumótunum en það liggur ekki fyrir að svo stöddu. 

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 1 1 3
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 1 0 0
L M Stig
1 Íran 1 1 3
2 Portúgal 1 3 1
3 Spánn 1 3 1
4 Marokkó 1 0 0
L M Stig
1 Frakkland 1 2 3
2 Danmörk 1 1 3
3 Ástralía 1 1 0
4 Perú 1 0 0
L M Stig
1 Króatía 1 2 3
2 Ísland 1 1 1
3 Argentína 1 1 1
4 Nígeria 1 0 0
L M Stig
1 Serbía 1 1 3
2 Sviss 1 1 1
3 Brasilía 1 1 1
4 Kostaríka 1 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla