Guðrún Brá komst ekki áfram

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr Keili, lék fimmta og síðasta hringinn á  lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina í golfi í Marokkó í dag á einu höggi yfir pari.

Guðrún Brá, sem var einn af 60 kylf­ing­um sem komust í gegn­um niður­skurðinn af 106 lék, hringina fimm á samtals tveimur höggum yfir pari og það dugði henni ekki til að enda í 25 efstu sætunum sem fá keppnisréttinn á LET-Evrópumótaröðinni.

Guðrún Brá lék fyrsta hringinn á mótinu á 74 höggum. Hún lék á 70 höggum á öðrum og þriðja hring, 75 á fjórða hringnum og á 73 höggum í dag.

mbl.is