Ólafía er í þriðja ráshópi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Bahamaeyjum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Bahamaeyjum. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, mun taka daginn snemma á Paradísareyju á Bahamaeyjum í dag. Hún á rástíma klukkan 7:21 að staðartíma á fyrsta móti keppnistímabilsins á bandarísku LPGA-mótaröðinni.

Ólafía mun þar af leiðandi hefja leik klukkan 12:21 að íslenskum tíma. Ólafía er í þriðja ráshópi og því á meðal fyrstu kylfinga sem fara af stað. Með henni í ráshópi eru Maude-Aimee Leblanc frá Kanada og Amelia Lewis frá Bandaríkjunum. Eru þær ekki með langa afrekaskrá á LPGA en Lewis átti þó góðan feril sem áhugamaður.

Hin bandaríska Brittany Lincicome sigraði á mótinu í fyrra eftir bráðabana gegn löndu sinni Lexi Thompson. Þær eru báðar skráðar til leiks í mótinu í ár sem og Shanshan Feng frá Kína, efsti kylfingur heimslistans. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert