Sex skollar hjá Ólafíu á fyrsta hring

Ólafía Þórunn á Bahama-eyjum í dag.
Ólafía Þórunn á Bahama-eyjum í dag. Ljósmynd/Gabe Roux

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var rétt í þessu að ljúka við fyrsta hringinn á fyrsta LPGA-mótaröðinni á þessu tímabili  en það er Pure Silk-mótið sem fram fer á Bahama-eyjum. Fylgst var með hringnum hjá Ólafíu hér á mbl.is, frá holu til holu.

Ólafía Þórunn lék hringinn á 77 höggum eða fjórum höggum yfir pari og er þegar þetta er skrifað í 66. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Aðstæður á Nassau á Bahamas voru erfiðar í dag, mikið rok og Ocean-völlurinn var því mjög krefjandi fyrir alla keppendur.

Ólafía fékk óskabyrjun þegar hún nældi sér í fugl á fyrstu holunni en á 2. holunni fékk hún skolla og á fyrri níu holunum fékk hún samtals fjóra skolla og eitt par til viðbótar. Á seinni níu holunum fékk hún tvo skolla á fyrstu þremur holunum en paraði sex síðustu holurnar og lauk keppni eins og áður segir á fjórum höggum yfir pari.

Ljóst er að Ólafía Þórunn verður að gera betur á morgun til að sleppa í gegnum niðurskurðinn.

Staðan á mótinu

Ólafía á Bahama - fyrsti hringur opna loka
kl. 17:12 Textalýsing 18 - PAR Ólafía lauk hringnum í dag með pari og lék síðustu sex holurnar á pari. Hún lék samtals á 77 höggum og er sem stendur í 66. sæti. Staðan: +4 yfir pari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert