Ferill Birgis hefur verið mikil rússíbanaferð

Birgir Leifur Hafþórsson með verðlaunagrip sinn eftir sigur í Frakklandi …
Birgir Leifur Hafþórsson með verðlaunagrip sinn eftir sigur í Frakklandi í september.

„Keppnisgolfið getur verið erfitt þegar maður spilar ekki nógu vel og þá getur maður skriðið inn í einhverja skel og sjálfsvorkunn. En ég minni mig á að ég er kominn aftur á Evrópumótaröðina og ætla að njóta þess í botn. Ég mun gera allt sem ég get til að spila eins og vel og hægt er,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, sem nú er að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir árið 2018 en keppnistímabilið hófst þó hjá honum fyrir áramót og tók hann þá þátt í tveimur mótum.

Með árangri sínum á Áskorendamótaröð Evrópu í fyrra öðlaðist Birgir keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Sigur Birgis á Áskorendamóti í Frakklandi setur hann auk þess enn framar í forgangsröðina þegar hann sækir um að keppa í mótum á Evrópumótaröðinni á árinu.

Birgir spilaði mikið erlendis á síðasta ári og tókst vel upp. Hann fann ekki fyrir þeim bakmeiðslum sem höfðu gert honum erfitt fyrir árið 2016. Birgir segist hafa tekið styrktaræfingar föstum tökum til að láta á það reyna hvort líkaminn þyldi álagið. Gekk það eftir og segist hann sjaldan hafa verið í jafn vel á sig kominn líkamlega.

Ítarlegt viðtal við Birgi Leif má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert