Enn ekki leikfært hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Bahama.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Bahama. www.gabrielroux.com.mx,Ljósmynd/Gabe RouxGabe Roux

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, þarf að bíða lengur eftir því að hefja leik á öðrum hring á Pure Silk mót­inu í golfi á LPGA-mótaröðinni á Bahama­eyj­um. Enn er mikill vindur á eyjunum og því ekki leikfært.

Ólafía átti að leika annan hringinn í gær, en að lokum var leik aflýst vegna veðursins. Þess í stað átti hún að hefja leik kl. 15:46 í dag, en vindhraði er enn um 15 metrar á sekúndu og verður því ekki að því. Ekki er ljóst hvenær Ólafía getur loks leikið annan hringinn.

Mótshaldarar ákváðu í dag að stytta mótið og verða aðeins þrír hringir leiknir í stað fjögurra. Ólafía er í 69.-77. sæti eftir fyrsta hring á fjórum höggum yfir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert