Sjóðheit Ólafía í gegnum niðurskurðinn

Ólafía Þórunn á Bahamaeyjum.
Ólafía Þórunn á Bahamaeyjum. Ljósmynd/Twitter

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, komst í gegnum niðurskurðinn á Pure Silk-mótinu, fyrsta móti ársins, í LPGA-mótaröðinni á Bahamaeyjum í dag. Ólafía kláraði þá loks 2. hring sinn á mótinu, en hún gat ekki klárað hann í gær sökum myrkurs. Í gær spilaði hún 12 holur og átti því sex holur eftir í dag og er óhætt að segja að hún hafi sýnt allar sínar bestu hliðar.

Hún fékk fjóra fugla og tvö pör á holunum sex í dag og fékk hún fimm fugla á síðustu sjö holunum og tryggði sig í gegnum niðurskurðinn. Það gekk ekki sem skyldi hjá Ólafíu í gær. Hún fékk fimm skolla, einn fugl og sex pör á holunum tólf. Það skilaði henni í 83.-89. sæti á samanlagt átta höggum yfir pari. 

Nú er hún fjórum höggum yfir pari og í 55.-62. sæti og spilar hún þriðja og síðasta hringinn sinn í dag. Mbl.is heldur áfram að fylgast með Ólafíu og bein textalýsing frá þriðja hringnum verður að sjálfsögðu til staðar. 

Ólafía á Bahama - 2.hringur opna loka
kl. 25:00 Textalýsing 9. hola, FUGL - Ólafía er sjóðandi heit í dag. Hún fær enn einn fuglinn og með því er hún svo gott sem örugg í gegnum niðurskurðinn og heldur leik áfram í dag og spilar þriðja og síðasta hringinn. Vel gert. Staðan: +4, 55.-63. sæti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert