Day og Noren mætast í bráðabana

Tiger Woods endaði í 23. sæti á þremur höggum undir …
Tiger Woods endaði í 23. sæti á þremur höggum undir pari. AFP

Þrír kylfingar urðu efstir og jafnir á Farmers Insurance-mótinu í golfi en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Jason Day, Alex Noren og Ryan Palmer luku allir keppni á 278 höggum eða 10 höggum undir pari. Þeir fóru í bráðabana þar sem Palmer féll úr leik á fyrstu holunni en ekki tókst að ljúka bráðabana þeirra Day og Norens fyrir myrkur og þeir ljúka því keppni í dag.

Kastljósið beindist að Tiger Woods sem lék á sínu fyrsta PGA-móti í eitt ár. Tiger endaði jafn í 23. sæti á þremur höggum undir pari.

„Í dag lék ég miklu betur,“ sagði Tiger Woods eftir lokahringinn en hann fékk fjóra fugla á honum og fjóra skolla. „Í heildina er ég mjög sáttur. Ég var nokkuð stöðugur á þessum fjórum dögum og ég barðist hart fyrir því að ná þessu skori,“ sagði Tiger, sem hefur á ferli sínum unnið 14 risamót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert