Jason Day stóð uppi sem sigurvegari

Jason Day með verðlaunagripinn fyrir sigurinn.
Jason Day með verðlaunagripinn fyrir sigurinn. AFP

Ástralinn Jason Day sigraði Alex Norén frá Svíþjóð í bráðabana á Far­mers Ins­urance-mót­inu á PGA-mótaröðinni í dag. Bráðabani Day og Noren byrjaði í gær, en þeim tókst ekki að útkjá einvígi sitt, áður en myrkið varð of mikið til að halda áfram. Þeir höfðu þá leikið fimm holur.

Aðeins eina holu þurfti til í dag, þar fékk Day fugl á meðan Norén þurfti að sætta sig við par. Enginn áhorfandi fékk að fylgjast með í dag, þar sem ekki fannst tími til að gera ráðstafanir með öryggisgæslu. 

Day, sem hefur unnið eitt risamót á ferlinum, hefur nú unnið ellefu mót í PGA-mótaröðinni á ferlinum. 

mbl.is