Mcllroy pirraður út í sjálfan sig

Rory McIlroy tekur í höndina á sigurvegaranum Li Haotong í …
Rory McIlroy tekur í höndina á sigurvegaranum Li Haotong í lok mótsins. AFP

Rory Mcllroy, fyrrum efsti maður heimslistans í golfi, var pirraður út í sjálfan sig eftir að hann lenti í 2. sæti á Omega Dubai Desert Classic-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina. 

Mcllroy háði einvígi við Kínverjann Hatong Li og að lokum stóð Li uppi sem sigurvegari á samanlagt 23 höggum undir pari, Mcllroy, sem hefur unnið tvö mót á vellinum í Dubai, var höggi á eftir. 

„Ég var með tveggja högga forystu á 11. holunni en síðan vorum við jafnir á 16. holu og ég veit ekki hvernig ég fór að því að klúðra því. Ég tók léleg skot og lélegar ákvarðanir. Hausinn á mér var ekki í lagi. ég reyndi hins vegar allt til enda en það tókst ekki,“ sagði Norður-Írinn. 

Mcllroy hefur farið ágætlega af stað á árinu og lent í þriðja og öðru sæti á fyrstu tveimur mótunum í Evrópumótaröðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert