Næstu mót Ólafíu í Ástralíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/Gabe Roux

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður næst í eldlínunni í Ástralíu en þar keppir hún á tveimur LPGA-mótum um miðjan febrúar.

Hún fer fyrst á Opna ástralska mótið í Adelaide 15.-18. febrúar og viku síðar keppir hún á Australian Ladies Classic í Bonville. Síðarnefnda mótið er líka liður í Evrópumótaröðinni, LET, og Valdís Þóra Jónsdóttir verður einnig á meðal þátttakenda þar.

Ólafía hafnaði í 26.-31. sæti á fyrsta móti ársins, Pure Silk-mótinu sem fram fór á Bahamaeyjum um nýliðna helgi, en alls er hún með keppnisrétt á 20 mótum á árinu nú þegar.

Hér má sjá drög að keppnisdagskrá Ólafíu á árinu

mbl.is