Ólafía Þórunn færist upp á heimslistanum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fikrar sig upp um fimm sæti á nýjum heimslista kvenna í golfi eftir Pure Silk-mótið sem fram fór á Bahamaeyjum um nýliðna helgi.

Ólafía Þórunn er í 170. sæti á heimslistanum en hún endaði í 26.-31. sæti á fyrsta móti tímabilsins í LPGA-mótaröðinni eftir frábæran lokakafla þar sem hún lék síðustu 25 holurnar á tíu höggum undir pari.

Hin kínverska Shanshan Feng er í efsta sæti á heimslistanum og á eftir henni koma Sung Hyung Park og So Yeon Ryu, báðar frá Suður-Kóreu.

Sjá heimslistann

mbl.is