Valdís komin til Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, er komin til Ástralíu eftir um þrjátíu tíma ferðalag. Á fimmtudag mun hún hefja keppni á opna Oates Vic mótinu á Evrópumótaröðinni en mótið fer fram í Bellarine Peninsula sem er suðvestur af Melbourne.

Valdís lék æfingahring í gær og tók út aðstæður. Hún verður býsna fjarri heimaslóðum á næstunni því hún mun spila í mótum á mótaröðinni næstu fjórar vikurnar í Ástralíu en einnig Suður-Ameríku.

Með góðum árangri á mótaröðinni á síðasta ári gat Valdís valið sér mót á þessu ári og byrjar árið greinilega af krafti. Besti árangur Valdísar á mótaröðinni var 3. sæti á Sanya-mótinu og er það jafnframt besti árangur íslensks kylfings á stöku móti á stærstu mótaröðunum.