Valdís Þóra á tveimur yfir pari í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET

Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í nótt að íslenskum tíma leik á fyrsta móti ársins á Evrópumótaröð kvenna í golfi, Oates Vic-mótinu sem haldið er í Ástralíu.

Valdís Þóra, sem er að hefja sitt annað tímabil á meðal bestu kylfinga Evrópu, lék fyrsta hringinn á 75 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er jöfn í 62. sæti.

Valdís Þóra fékk tvo fugla á hringnum, tvo skolla, einn tvöfaldan skolla og lék 13 holur á pari. Beth Allen frá Bandaríkjunum lék best allra en hún endaði hringinn á 67 höggum eða á sex höggum undir pari.

Sjá stöðuna á mótinu

mbl.is