Haraldur og Guðmundur jafnir í 8. sæti

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingar hófu leik á Westin La Quinta-mótinu í golfi í dag, en mótið er liður í Gecko-mótaröðinni. Leiknir eru tveir hringir á dag á þessu tveggja daga móti.

Guðmundur lék fyrri hringinn á 71 höggi, eða á pari vallarins, og seinni hringinn á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Haraldur lék hins vegar fyrri hringinn á 73 höggum og þann seinni á 71 höggi. 

Þeir eru því jafnir á samtals tveimur höggum yfir pari eftir fyrri daginn og í 8.-11. sæti. Oliver Lindell frá Finnlandi er efstur á sjö höggum undir pari. Gecko-mótaröðin er að mestu leikin á Spáni, en Guðmundur og Ágúst munu leika í Nordic-golf mótaröðinni á tímabilinu og er mótið hluti af upphitun þeirra fyrir þá mótaröð. 

Síðari tveir hringirnir verða leiknir á morgun. 

mbl.is