Valdís Þóra fer af stað í nótt

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur í nótt að íslenskum tíma leik á ActewAGL Canberra Classic-golfmótinu í Canberra, höfuðborg Ástralíu.

Þetta er annað mótið á Evrópumótaröðinni á þessu ári en Valdís hafnaði í 53. sæti í því fyrsta í Victoria-fylki í Ástralíu um síðustu helgi eftir að hafa komist á glæsilegan hátt í gegnum fyrri niðurskurðinn að tveimur hringjum loknum. Hún náði hinsvegar ekki í gegnum annan niðurskurð eftir þriðja hringinn.

Fyrstu keppendur hefja leik klukkan 20.30 í kvöld að íslenskum tíma en þá er klukkan orðin 7.30 á föstudagsmorgni í Canberra. Valdís er aftarlega í röðinni og byrjar klukkan 1.41 í nótt að íslenskum tíma, 12.41 að staðartíma. Með henni í ráshópi eru Kristen Farmer frá Ástralíu og Charlotte Thomas frá Nýja-Sjálandi. Þetta er þriggja daga mót, ekki fjögurra, og niðurskurður eftir annan hringinn á laugardaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert