Valdís á þremur yfir pari í Canberra

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í nótt að íslenskum tíma keppni á ActewAGL Can­berra Classic-golf­mót­inu í Can­berra, höfuðborg Ástr­al­íu.

Þetta er annað mótið á Evr­ópu­mótaröðinni á þessu ári en Val­dís hafnaði í 53. sæti í því fyrsta í Victoria-fylki í Ástr­al­íu um síðustu helgi.

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari og er í 93. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið leik. Valdís byrjaði illa, fékk skolla á tveimur fyrstu holunum en hún fékk skolla á sex holum en krækti sér í þrjá fugla.

Jiyai Shin frá S-Kóreu er með forystu eftir fyrsta hringinn sem hún lék á 65 höggum eða sjö höggum undir pari.

Staðan á mótinu


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert