Ólafía lék á tveimur yfir pari í Adelaide

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur lék fyrsta hringinn á Opna ástralska mótinu í golfi í Adelaide, sem er liður í LPGA-mótaröðinni, á 74 höggum eða tvemur höggum yfir pari.

Ólafía lék fyrstu fjórar holurnar á pari og  fékk síðan fugl á fimmtu en tvo skolla í röð í kjölfarið. Eftir pör á áttundu og níundu holu fékk hún þriðja skollann á 10. holu og var þar með á tveimur höggum yfir pari.

Hún byrjaði seinni níu holurnar með því að fá skolla en bætti upp fyrir það strax á eftir með því að fá fugl. Hún fékk tvo skolla til viðbótar, einn fugl og lék fjórar holur á parinu.

Valdís Þóra Jónsdóttir keppir líka í Adelaide og þegar þetta er skrifað hefur hún lokið við að spila ellefu holur og er einu höggi undir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is