Watson hrósaði sigri

Bubba Watson með verðlaunagripinn.
Bubba Watson með verðlaunagripinn. AFP

Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari á Genesis Open-mótinu sem lauk í Los Angeles í Bandaríkjunum í gærkvöld.

Watson lék lokahringinn á 69 höggum eða á tveimur höggum undir pari og lauk keppni á samtals 12 höggum undir pari. Þetta var 10. sigur Watsons á móti í PGA-mótaröðinni en sá fyrsti frá árinu 2016. Hann átti ekki góðu gengi að fagna í fyrra og var fallinn niður í 117. sæti á heimslistanum fyrir þetta mót.

Kevin Na og Tony Finau urðu jafnir í 2.-3. sæti en þeir léku báðir á samtals 10 höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert