Valdís Þóra fékk milljón og jafnaði besta árangurinn

Valdís Þóra Jónsdóttir á mótinu í Bonville.
Valdís Þóra Jónsdóttir á mótinu í Bonville. Ljósmynd/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, jafnaði besta árangur íslensks kylfings í sterkustu mótaröð Evrópu með því að hafna í þriðja sæti á Austr­ali­an Ladies Classic-golf­mót­inu sem lauk í Bon­ville í Ástr­al­íu í morgunsárið.

Mótið er hluti af sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Europeantour, en Valdís Þóra hefur tvívegis endað í þriðja sæti í þessari mótaröð sem er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð í sterkustu mótaröð í Evrópu, í kvenna- og karlaflokki. 

Valdís Þóra er eftir þennan glæsilega árangur á þessu móti í sjötta sæti á peningalista mótaraðarinnar, en fyrir það að hafna í þriðja sæti á mótinu fékk hún verðlaunafé sem samsvarar einni milljón króna. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, varð í 14. sæti á þessu mót, en þetta er í fyrsta sinn sem tveir keppendur frá Íslandi eru á meðal 15 efstu í sterkustu mótaröð Evrópu. 

Valdís varð þriðja í Bonville.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert