Tveir Íslendingar keppa í Kenía

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/GSÍ

Útlit er fyrir að tveir íslenskir kylfingar verið með á golfmóti Áskorendamótaraðar Evrópu í Kenía síðar í mánuðinum. 

Axel Bóasson er í fyrsta skipti með keppnisrétt á mótaröðinni og sagðist í samtali við Morgunblaðið fyrr á árinu reikna með því að mótið í Kenía yrði hans fyrsta mót á nýjum vettvangi. 

Birgir Leifur Hafþórsson er kominn með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en getur leikið á mótum Áskorendamótaraðinnar ef hann kýs svo. Kylfingur.is hefur eftir Birgi að hann muni vera með á mótinu í Kenía sem yrði þá einnig fyrsta mót Birgis á árinu. 

Axel Bóasson
Axel Bóasson Ljósmynd/GSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert