Ólafía keppir í Phoenix í vikunni

Ólafía Þórunn Kristjánsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristjánsdóttir.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda á Bank of Hope Founders-mótinu sem fram fer í Phoenix í Bandaríkjunum í vikunni. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi.

Ólafía lék einnig á mótinu í fyrra en komst þá ekki í gegnum niðurskurðinn. Mótið er það þriðja í ár sem Ólafía er á meðal þátttakenda á. Það hefst á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. Leiknir eru fjórir hringir og skorið er niður eftir tvo hringi.  

mbl.is