Tiger á meðal 150 efstu á ný

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods náði sínum besta árangri í tæp fimm ár í PGA-mótaröðinni í golfi um helgina, er hann lenti í öðru sæti á Valspar-mótinu í Flórída. Hann var aðeins einu höggi frá Paul Casey, sem bar sigur úr býtum.

Hann hefur ekki endað eins ofarlega síðan í ágúst 2013 og virðist hann óðum vera að nálgast sitt besta form. Tiger byrjaði árið í 656. sæti heimslistans, en nú er hann kominn upp í 149. sæti og hefur því farið upp um 507 sæti á rúmum þremur mánuðum. 

Tiger hefur unnið 79 mót á PGA-mótaröðinni, þremur minna en Sam Snead, sem hefur unnið flest, eða 82.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert