Valdís hefur farið upp um 114 sæti á árinu

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir heldur áfram að fikra sig upp á heimslistanum í golfi en hún hefur átt góðu gengi að fagna í síðustu mótum á Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra fer upp um 12. sæti á nýjasta heimlistanum og er í 299. sæti og hefur hækkað um heil 114 sæti á þessu ári.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 173. sæti á heimslistanum en hún verður næst á ferðinni á LPGA-mótaröðinni þegar hún tekur þátt í Bank of Hope Founders Cup sem fram fer í Phoenix í Bandaríkjunum frá 15.-18. mars.

mbl.is