Ólafía komst ekki áfram í Arizona

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti erfiðan dag á öðrum hringnum á Bank of Hope Found­ers Cup í Phoen­ix, Arizona í kvöld en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía verður ekki í hópi þeirra sem halda áfram og spila síðari 36 holurnar um helgina. 

Ólafía lék hringinn á 76 höggum sem er fjögur högg yfir pari vallarins og lauk keppni í mótinu á samtals sex höggum yfir pari. 

Ólafía er sem stendur í 127. sæti og var sjö höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinum eins og staðan er núna. 

Tvær holur fóru illa með Ólafíu í dag en hún fékk tvo skramba í röð sem er alltof dýrt í hörðum heimi LPGA.  Ólafía hóf leik á 10. teig og holurnar sem um ræðir voru 17. og 18. hola. Hún var á höggi undir pari eftir fyrstu sjö holurnar þegar kom að 17. braut. Á seinni níu holunum fékk Ólafía sex pör, einn fugl og tvo skolla. 

Ólafía í Arizona - 2. hringur opna loka
kl. 25:49 Textalýsing 9. - SKOLLI. Ólafía fékk skolla á síðustu holuna í mótinu. Notaði fimm högg á par 4 braut. Lýkur leik í dag á fjórum yfir pari og á sex yfir samtals.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert