McIlroy kominn á topp tíu listann

Rory McIlroy fagnar sigri sínum í Flórída gærkvöld.
Rory McIlroy fagnar sigri sínum í Flórída gærkvöld. AFP

Norður-Írinn Rory McIlroy fer upp um sex sæti á heimlistanum í golfi eftir sigurinn á Arnold Pal­mer-boðsmót­inu í golfi í Or­lando í Flórída í gærkvöld.

McIlroy er kominn á topp tíu listann í fyrsta skipti í tæp tvö ár en hann er í 7. sæti á heimslistanum. Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er sem fyrr í toppsætinu, landi hans Justin Thomas er í öðru sæti og í þriðja sætinu er Spánverjinn John Rahm.

Tiger Woods, sem er allur að koma til og og endaði í 5.-6. sæti ásamt Ryan Moore frá Banda­ríkj­un­um á Arnold Pal­mer-boðsmót­inu, tekur gott stökk upp heimslistann en fer upp um 44. sæti og er í 105. sæti á listanum.

Heimslistinn í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert