Skrautlegur fyrsti hringur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari á fyrsta hring sínum á Kia Classic-mótinu í Carlsbad í Kaliforníu í Bandaríkjunum í kvöld.

Hringurinn var nokkuð skrautlegur en hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún var á tímabili á meðal 30 efstu kylfinga er hún komst einu höggi undir pari. Þá fór hins vegar að halla undan fæti og féll hún niður listann. 

Ólafía leikur annan hringinn sinn á morgun og vonast þá til að komast í gegnum niðurskurðinn, en hún verður að öllum líkindum að spila betur þá en í dag. 

Þegar þessi frétt eru skrifuð eru þær Jackie Stoelting frá Bandaríkjunum og Caroline Hedwall frá Svíþjóð efstar á sex höggum undir pari. 

Ólafía í Kaliforníu 1. hringur opna loka
kl. 25:20 Textalýsing 18 - PAR Þá er skrautlegum hring lokið hjá Ólafíu. Fjórir skollar, einn skrambi, þrír fuglar og einn örn er niðurstaðan. Eitt högg yfir parið. Hún ætti að vera í fínum möguleika um að komast í gegnum niðurskurðinn á morgun. Staðan: +1 82.-99. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert