Axel lék aftur á einu yfir pari

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Axel Bóas­son lék aftur á 72 högg­um eða einu höggi yfir pari á öðrum hringn­um á Barclays-mót­inu í golfi í Ken­ía en þetta er fyrsta mótið í Áskor­enda­mótaröðinni á þessu tíma­bili.

Axel er því samanlagt á tveimur höggum yfir pari eftir hringina tvo og það skýrist síðar í dag hvort hann komist í gegnum niðurskurðinn en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag og þar á meðal er Birgir Leifur Hafþórsson sem hefur ekki hafið leik. Birgir lék á tveimur höggum yfir pari í gær. Niðurskurðarlínan miðast við parið eins og staðan er núna.

Axel fékk fjóra fugla á hringnum í dag, þrjá skolla, einn skramba og fékk par á tíu holum.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert