Ólafía nældi í átta fugla

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á löngum köflum sitt besta golf í langan tíma á þriðja hringnum á Kia Classic-mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Hún lék hringinn samanlagt á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún einmitt á samtals fjórum höggum undir pari eftir þrjá hringi.

Hún fékk átta fugla, fjóra skolla og sex pör á 18 brautum og vann sig hægt og rólega upp um sæti. Ólafía lék fyrsta hringinn á 73 höggum, annan hringinn á 71 höggi og hefur hún því bætt sig með hverjum hringnum. 

Þegar þessi frétt er skrifuð er Ólafía í 32.-48. sæti, en það gæti breyst er allir kylfingar klára þriðja hringinn. Síðasti hringur mótsins fer fram á morgun og mun mbl.is halda áfram að fylgja Ólafíu í beinni textalýsingu.  

Ólafía í Kaliforníu 3. hringur opna loka
kl. 19:02 Textalýsing 18 - PAR Ólafía endar þennan heilt yfir mjög góða hring með að fá par á 18. holu. Fyrir utan kafla þar sem hún fékk þrjá skolla á fjórum holum, spilaði Ólafía glæsilega. Hún er sem stendur í 31.-48. sæti en það gæti breyst eftir því sem líður á daginn. Einn hringur eftir hjá Ólafíu. Staðan: Staðan -4 31.-48. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert