Eftirvæntingin hefur sjaldan verið jafn mikil

Margra augu munu beinast að Phil Mickelson og Tiger Woods.
Margra augu munu beinast að Phil Mickelson og Tiger Woods. AFP

Í fjölmiðlum vestan hafs er mál manna að sjaldan ef nokkurn tíma hafi snjöllustu kylfingar heims mætt jafn vel upplagðir til leiks og á Masters-mótið í þetta skiptið.

Mótið hefst í dag á hinum stórglæsilega Augusta National venju samkvæmt.

Myndavélahljóðin verða með allra mesta móti nú þar sem Tiger Woods er kominn á fætur eftir fjórar bakaðgerðir. Nokkuð sem talið var ólíklegt að gæti orðið eftir það sem á undan var gengið. Kappinn hefur leikið prýðilega í upphafi árs og segist ekki kenna sér meins en innan við ár er liðið frá síðustu bakaðgerðinni.

Í ljósi þess að Woods hefur náð sér á strik á síðustu vikum þá binda stuðningsmenn hans vonir við að Woods geti jafnvel unnið Masters en það hefur hann gert fjórum sinnum á ferlinum. Woods hefur hins vegar ekki unnið mót síðan árið 2013 og spurning ekki sér erfitt að brjóta slíkan ís á risamóti. En Woods hefur þó jafnan leikið vel á Augusta og það skiptir miklu máli.

Woods segir það hafa verið eftir mótið á Bahamaeyjum í desember sem hann varð þess áskynja að hann gæti keppt á Masters-mótinu að þessu sinni. „Það var fyrsta mótið mitt eftir síðustu aðgerð og mér leið mjög vel. Líkaminn var í lagi þótt mér hafi fundist ég vera stirður. Eftir nokkur mót fór mér að líða betur á vellinum og áttaði mig á því hvað ég gat framkvæmt á vellinum,“ sagði Woods á blaðamannafundi í gær og sagði það jafnframt hafa verið draumóra af sinni hálfu að telja sig eiga möguleika á því að vera með á Masters í fyrra. „Bakið var í steik.“

Sjá alla greinina um Masters-mótið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert