Tiger í vandræðum

Tiger Woods á hringnum í dag.
Tiger Woods á hringnum í dag. AFP

Tiger Woods hefur ekki náð þeirri byrjun á Masters sem hann vonaðist eftir. Hann er á þremur höggum yfir pari Augusta-vallarins eftir 12 holur. 

Tiger fékk fugl á 3. holu og var þá kominn undir parið en fékk fljótt skolla og var á einu höggi yfir pari eftir níu holur. Hann fékk skolla á hinni erfiðu 11. holu og sló í vatnið á par 3 holunni númer 12. Þar náði hann samt skolla með því að setja niður nokkuð langt pútt og verra hefði það getað verið fyrst upphafshöggið fór í vatnið. 

Í ljósi stöðunnar mun Tiger væntanlega sækja hressilega á 13. og 15. sem eru báðar par 5 holur og með tveimur frábærum höggum geta högglangir púttað fyrir erni á þeim báðum. 

Sem stendur er Ástralínn Marc Leishmann efstur á þremur undir pari eftir 12 holur en lítið er að marka stöðuna enn sem komið er. 

Áhuginn á Masters er gífurlegur eins og vanalega.
Áhuginn á Masters er gífurlegur eins og vanalega. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert