Sigurður nálægt sigri í Skotlandi

Sigurður Bjarki Blumenstein
Sigurður Bjarki Blumenstein Ljósmynd/Seth@golf.is

Sigurður Bjarki Blumenstein náði góðum árangri á Opna skoska meistaramótinu fyrir kylfinga 18 ára og yngri á Montrose-vellinum í dag. Sigurður var í toppbaráttu allt til loka, en varð að gera sér að góðu að enda í 4. sæti.

Sigurður fékk fjóra skolla á síðustu fimm holunum og endaði á átta höggum yfir pari vallarins. Patrick Schumecking frá Þýskalandi hafnaði í 1. sæti á sex höggum yfir pari. 

Viktor Ingi Einarsson endaði í 9. sæti mótsins á ellefu höggum yfir pari og Daníel Ísak Steinarsson hafnaði í 16. sæti á 14 höggum yfir pari. Ingvar Andri Magnússon komst ekki í gegnum niðurskurðinn fyrir lokahringinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert