Reed með þriggja högga forskot

Patrick Reed.
Patrick Reed. AFP

Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með þriggja högga forystu eftir þrjá hringi á Masters-mótinu í golfi.

Reed lék þriðja hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari og er samtals á 14 höggum undir pari fyrir lokahringinn.

Norður-Írinn Rory McIlroy er í öðru sætinu 11 höggum undir pari en hann lék þriðja hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari en McIlroy náði erni á 8. holunni.

Bandaríkjamaðurinn Riky Fowler er á níu höggum undir pari en hann lék hringinn á 65 höggum líkt og McIlroy.

Tiger Woods lék á 72 höggum eða á pari vallarins og er samtals á fjórum höggum yfir parinu.

Staða efstu manna:

202 - Patrick Reed (Bandaríkjunum) 69-66-67

205 - Rory McIlroy (N-Írlandi) 69-71-65

207 - Rickie Fowler (Bandaríkjunum) 70-72-65

208 - Jon Rahm (Spáni) 75-68-65

209 - Henrik Stenson (Svíþjóð) 69-70-70

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert