Reed hélt haus á Masters

Patrick Reed.
Patrick Reed. AFP

Patrick Reed frá Bandaríkjunum sigraði á Mastersmótinu í golfi sem var að ljúka. Hann lék samtals á 15 höggum undir pari, annar varð Rickie Fowler sem lauk leik á 14 undir pari og Jordan Spieth varð þriðji á 13 undir pari.

Reed átti þrjú högg á Rory Mcilroy fyrir síðasta hringinn og þó svo það yrðu síðan Spieth og Fowler sem sæktu aðallega að honum tókst Reed að halda út og sigra, lék á einu höggi undir pari í kvöld.

Spieth lék síðasta hringinn frábærlega eða á átta höggum undir pari, fékk einn skolla og það var á síðustu holunni.

Sjá lokastöðuna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert