Valdís og Guðrún úr leik

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Kylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili komust ekki í gegnum niðurskurðinn á Terre Blanche golfmótinu í Frakklandi sem er í LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu á eftir LET Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra lék annan hringinn í gær á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og lék hringina tvo á samtals 151 höggi eða sjö höggum yfir pari en niðurskurðurinn miðaðist við sex högg yfir pari. Hún endaði í 55.-66. sæti.

Guðrún Brá, sem var að keppa á sínu fyrsta atvinnumannamóti, lék annan hringinn á 75 höggum og bætti sig um fimm högg frá fyrsta keppnisdegi. Hún lauk keppni á 155 höggum eða 11 höggum yfir pari og endaði 84.-89. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert