Birgir gæti verið með í Madríd

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson á góða möguleika á að verða á meðal þátttakenda á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem hefst í Madríd á fimmtudaginn.

Birgir Leifur er fyrsti maður á biðlista fyrir mótið þannig að ef einhver heltist úr lestinni á síðustu stundu verður hann með. Golf.is skýrir frá þessu og segir að Birgir fari til Madrid án þess að sætið sé tryggt.

Opna spænska meistaramótið er liður í Evrópumótaröðinni. Birgir hefur þegar keppt á tveimur mótum á henni í ár og samtals á 62 mótum á ferlinum, fleiri en nokkur annar íslenskur kylfingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert