Fór holu í höggi á Masters (myndskeið)

Charley Hoffman.
Charley Hoffman. AFP

Bandaríski kylfingurinn Charley Hoffman sló draumahöggið á 16. holunni á lokadegi Masters-mótsins í golfi á Augusta National vellinum í gær.

Hoffman fór holu í höggi á þessari par þrjú holu en það er ekki á hverjum degi sem kylfingar ná draumahögginu á einu af risamótunum.

Hoffman fór lokahringinn á þremur höggum undir pari og endaði samtals á pari í 10.-12. sæti en draumahöggið má sjá í meðfylgandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert