Tiger kominn í topp 100

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods heldur áfram rjúka upp á heimslistanum í golfi og er kominn í hóp 100 efstu á listanum en þar hefur hann ekki verið í rúm þrjú ár.

Á nýjum heimslista er Tiger í 88. sæti en í byrjun ársins var hann í 656. sæti. Tiger hafnaði í 32.sæti á Masters-mótinu um nýliða helgi og er hægt og bítandi að komast í gang eftir að hafa verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár.

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er sem fyrr í toppsætinu á heimslistanum og á eftir honum koma tveir landar hans, Justin Thomas og Jordan Spieth, sem fór upp um eitt sæti eftir Masters-mótið þar sem hann hafnaði í þriðja sæti. Patrick Reed, sigurvegarinn á Masters-mótinu, fer upp um 13. sæti og er í 11. sætinu.

Sjá heimslistann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert