Ólafía á meðal neðstu kylfinga

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér alls ekki á strik á fyrsta hring LOTTE-meistaramótsins í nótt, en það fer fram á bandarísku Kyrrahafseyjunni Havaí. Hún lék hringinn á samanlagt 81 höggi eða 9 höggum yfir pari.

Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi og er þetta 6. mótið sem Ólafía tekur þátt í á þessu tímabili. Hún fór þokkalega af stað og var á parinu eftir sex holur, þar sem hún fékk einn fugl og einn skolla.

Þá fór hins vegar að halla undan fæti og lék hún næstu níu holurnar á níu höggum yfir pari og fékk hún m.a þrefaldan skolla á 6. holu og var hún komin níu höggum yfir parið áður en hún paraði síðustu þrjár holurnar. 

Ólafía þarf hreinlega á kraftaverki að halda, ætli hún sér í gegnum niðurskurðinn á morgun. 

Ólafía á Havaí 1. hringur opna loka
kl. 27:30 Textalýsing 9 - PAR Ólafía náði sér hreinlega engan veginn á strik í nótt. Hún er á meðal allra neðstu kylfinga eftir mjög erfiðan hring. Staðan: +9, 138.-141. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert