Ólafía bætti sig en er úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ljósmynd/seth@golf.is

At­vinnukylf­ing­ur­inn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir er úr leik á LOTTE-meistaramótinu, en hún lék tvo hringi á samanlagt 10 höggum yfir pari. Ólafía lék hringinn í dag á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari.

Ólafía náði sér hins vegar alls ekki á strik í gær, því hún lék fyrsta hringinn á 81 höggi, níu höggum yfir pari. Hún bætti sig því um átta högg á milli daga, en það dugði ekki til og var hún í 136.-139. sæti er hún lauk leik í dag. 

Ólafía fékk tvo skolla, einn fugl og 15 pör í dag. 

Ólafía á Havaí 2. hringur opna loka
kl. 22:20 Textalýsing 18 - SKOLLI Ólafía klárar hringinn á skolla og lék hún því samtals á einu höggi yfir í dag og á 10 höggum yfir pari á mótinu. Alls ekki hennar besta mót og hún er úr leik.
mbl.is