Slæmur lokakafli skemmdi fyrir Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/Seth

Birgir Leifur Hafþórsson lék ekki vel á síðari níu holunum á fyrsta hring á Opna spænska meist­ara­mót­inu í golfi sem fram fer í Madríd. Birgir var á pari eftir fyrri níu holurnar, en lék síðari hluta hringsins á fimm höggum yfir pari.

Birgir fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á síðustu níu holunum og lék hann síðustu þrjár holur hringsins á fjórum höggum yfir pari. Birgir lék hringinn samanlagt á 77 höggum og er á meðal neðstu manna.

Hann þarf að leika mun betur á morgun til að eiga nokkurn möguleika á að fara í gegnum niðurskurðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert