Góður hringur dugði ekki hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik þrátt fyrir góða spilamennsku ...
Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik þrátt fyrir góða spilamennsku í dag. Ljósmynd/Seth

Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á Opna spænska meistaramótinu í golfi, þrátt fyrir góða spilamennsku á öðrum hringnum í dag. Birgir lék á 67 höggum í dag eða fimm höggum undir pari vallarins.

Slæmur fyrsti hringur kom hins vegar í veg fyrir að Birgir Leifur færi í gegnum niðurskurðinn, en hann lék á 77 höggum á fimmtudaginn og var því samanlagt á pari og í 124.-129. sæti. 

Var Birgir fjórum höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Írinn Paul Dunne er með forystu eftir tvo hringi á samanlagt 13 höggum undir pari. 

mbl.is