Stakkaskipti hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson lék vel í Madrid í morgun.
Birgir Leifur Hafþórsson lék vel í Madrid í morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson lék afar vel á öðrum hring Opna spænska meistaramótsins í golfi en hann lauk keppni í hádeginu. Birgir Leifur lék á fimm höggum undir pari og er samtals á pari eftir hringina tvo. Það kemur í ljós þegar á daginn líður hvort það nægi Birgi Leifi til þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. 

Margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka keppni á öðrum hring mótsins er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Birgir Leifur paraði 13 brautir í dag og lék fimm á einu höggi undir pari. 

Hann bætti sig um 10 högg frá í gær þegar hann flest gekk á afturfótunum á síðari níu brautum dagsins og niðurstaðan varð að alls lék Birgir Leifur þá á fimm höggum yfir pari vallarins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert