Valdís missti flugið í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir

At­vinnukylf­ing­ur­inn Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir náði ekki að halda uptekknum hætti á Lalla Meryem-mót­inu í golfi sem fram fer í Mar­okkó. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni. Val­dís lék fyrsta hring­inn í gær á 71 höggi eða einu höggi und­ir pari og var á meðal efstu manna. Í dag lék hún hins vegar á 79 höggum, eða sjö höggum yfir pari og er hún samanlagt á sex höggum yfir pari vallarins.

Valdís fékk tvöfaldan skolla strax á fyrstu holu og fékk hún alls sex skolla á hringnum. Valdís fékk aðeins einn fugl og tíu pör. 

Þrátt fyrir slakan hring í dag fer Valdís í gegnum niðurskurðinn og leikur þriðja hring mótsins á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert