Góður hringur hjá Guðrúnu Brá

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, er í 36.sæti eftir fyrsta hringinn á VP Bank Ladies Open mótinu. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni, en þetta er næst sterkasta mótaröð Evrópu.

Guðrún Brá lék hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins. Annar hringur mótsins fer fram á morgun og komast 45 efstu áfram eftir morgundaginn.

Guðrún fékk þrjá fugla á hringnum og tvo skolla og lék 13 holur á parinu.

mbl.is