Slæmur seinni hringur varð Valdísi að falli

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir náði ekki að tryggja sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi þar sem afar slæmur annar hringur varð henni að falli á úrtökumóti fyrir stórmótið.

Valdís var í fínni stöðu eftir fyrri hringinn sem hún lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Það gekk hins vegar allt á afturfótunum á síðari hringnum sem hún lék á 84 höggum eða 12 höggum undir pari og er hún því úr leik á 14 höggum yfir pari samanlagt. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á 13 höggum yfir pari samanlagt. Fyrri hringinn lék hún á 78 höggum og þann síðari á 79 höggum og er hún því einnig úr leik. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
mbl.is