Valdís Þóra er í fremstu röð

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/Ladies European Tour 2018

Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrri hringinn á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi á tveimur höggum yfir pari vallarins. Hún var að koma í hús eftir að hafa leikið 18 holur á golf­velli Buck­ing­hams­hire Golf Club norðvest­ur af Lund­ún­um.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einnig á meðal keppenda. Hún lék hringinn á sex höggum yfir pari.

Valdís Þóra er sem stendur í 10. sæti af 71 keppanda. Fjórir efstu kylfingarnir tryggja sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer Shoal Creek í Alabama í Bandaríkjunum dagana 29. maí til 3. júní.

Valdís Þóra fékk átta pör á hringnum í morgun, fjóra fugla (-1) og sex skolla (+1).

Guðrún Brá situr í 37. sæti. Hún fékk átta pör, fimm skolla, tvo tvöfalda skolla (+2) og þrjá fugla. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert